Veislusalir
Við erum með umsjón yfir þrjá glæsilegusta veislusali á suðurlands og í samstarfi við en fleiri. Sendið okkur fyrirspurn og leyfið okkur að fást við umstangið á að finna rétta salinn fyrir þinn viðburð.
Fröken Selfoss
Fröken Selfoss er fyrst og fremst veitingastaður, en utan háannar tíma (s.s. yfir há-sumar eða föstudags og laugardagskvöld) er tilvalið að nýta salinn í hina ýmsu viðburði. Í veitingasalnum eru 70 sæti og á bar svæðinu eru 20 í viðbót.
Veitingastaðurinn er ekki eingöngu bundin við formlegt borðhald, enda hannaður með fjölbreytileika í huga. Við höfum verið með glæsilegar standandi smáréttaveislur, erfidrykkjur, fermingar, áramóta partý, steikarhlaðborð og fleira sem allt hefur komið ótrúlega vel út.
Salaleiga: Salaleiga er innifalin í veitingaverðinu.
Tækjabúnaður: Míkrafónn og gott hljóðkerfi
Fjöldatakörkun: 70 manns að hámarki í formlegu borðhaldi (allt borið fram á diskum), og 90 manns hámark í óformlegu borðhaldi (Veislur þar sem fólk rábar um eins og fermingar og pinnaveislur)
Loftið
Veislusalurinn "Loftið" í vinnustofu bankanns er staðsettur í risinu á Landsbanka húsinu. Þessi salur er sérlega heppilegur fyrir fundahöld og vinnuferðir þar sem vinnuaðstaðan í þessu húsi er óviðjafnanleg. Þar er kjörið að fá 6 pinna snarl veislu, osta og kjöt bakka, brauðbar eða ávaxtasalat sem er ekkert mál að bera fram á opnunar tíma vinnustofunnar. Hér er einnig tilvalið að panta 2-rétta hádegis mat eða súpuhlaðborð fyrir vinnuhópinn.
Þegar salurinn er leigður utan opnunar tíma er hægt að halda alskonar viðburði þar sem við bjóðum uppá alla okkar matseðla.
Salaleiga: Já, sendu okkur fyrirspurn.
Fjöldatakmörkun: Mest hægt að hafa 90 manns í standandi pinna veislu, 70 við sitjandi borðhald.
Tækjabúnaður: Skjávarpi, tjald, míkrafónn og hátalarar.
Ingólfshvoll – Fákasel
Ingólfhvoll er einstakur veislusalur og mjög fjölnota. Hann er staðsett milli Hveragerðis og Selfossar.
Allur salurinn tekur allt að 200 manns til borðs. Einnig er hægt að leigja helminginn af salnum fyrir minni viðburði. Veislusalurinn er fallega innréttaður með setustofu og 2 börum eða sölustöðvum.
Einnig er hægt að leigja HorseDay höllina sjálfa sem er fullbúinn 1600 fm fjölnota viðburðasalur sem tekur allt að 500 manns í sætum í stúku. Þar hafa verið haldnar bíla sýningar, hesta sýningar, kvikmynda ver, torfæru keppni og margt fleira. Áhöld og gólfefni leigjast sér, allt eftir tilefni.
Viðburðasalurinn er tæknilega vel búinn með myndvörpum, hljóðkerfi og ljósabúnaði. En gott er að fá nánari upplýsingar varðandi tilefni til að mæta þörfum og óskum varðandi viðbótarbúnað.
Ingólfhvoll hentar fyrir veislur með sitjandi borðhaldi, kokteilboð, fyrirtækja og starfsmannaferðir eða stórviðburðir í viðburðasal..
Salaleiga: Já, mjög breytilegt eftir umfangs undirbúnings, samkomulag fyrir hvern viðburð
Fjöldatakmörkun: Stúkan í reiðhöllinni tekur allt að 500 manns, veitingasalur allt að 200 í sætum, við höfum verið með allt að 900 manns þar inni á sama tíma á stórum viðburði, en einnig tækifæri til að breyta reiðhöllinni og stilla upp fyrir hverskonar stóra viðburði.
Hefuru áhuga á að halda veislu í þessum sölum?
Hafðu samband!
Kynnið ykkur veisluþjónustuna okkar og hafið svo samband við okkur ef þið hafið áhuga á að bóka veislu og leyfið okkur að sjá um að finna rétta salinn.