Sendu okkur fyrirspurn um fyrir þinn viðburð!

Þetta form er hannað til að fá sem mestar upplýsingar í upphafi til að auka skilvirkni í tilboðsgerð, hraða greiðsluferli, hafa allar boðleiðir á hreinu og vekja til umhugsunar á hlutum sem þið hafið mögulega ekki spáð í fram að þessu.


Eftir móttöku fyrirspurnina sendum við staðfestingu á mótöku hennar um leið og við erum búin að fara yfir hana. Við hverja breytingu sem verður á bókuninni munum við senda uppfært yfirlit á henni til staðfestingar og gagnsæis beggja aðila.


Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 48 klukkutíma. Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.

Contact us any time

Gott að taka fram í skilaboð reitnum: 

Fjöldi barna? Hjólastóla aðgengi? Óþol eða ofnæmi? Fordrykkur, opinn bar, POS sala? Óska drykkir? Standandi eða sitjandi borðhald?

Þumalputta reglur


  • Hægt er að taka frá dagsetningu þó svo að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða veisla verði fyrir valinu.
  • Endanlegur fjöldi gesta þarf að liggja fyrir í síðastalagi með 3 virkra daga fyrirvara og ekki er hægt að breyta bókunum eftir þann tíma.
  • Sé þess óskað þá getum við útvegað borðbúnað sem að við tökum óhreinan til baka, greitt er fyrir hverja einingu.
  • Lágmarks fjöldi á alltaf við fullorðna, börn eru á sér kjörum.
  • Fyrir veislur undir 30 manns kostar heimsending, uppstilling og endurheimtun búnaðar 6.990kr á Selfossi, 150kr km gjald bætist við utan Selfossar.