JÓLIN

Við bjóðum uppá nokkrar útgáfur af jólahlaðborðum og matseðlum til að mæta þínum þörfum!


Ef salir á okkar vegum henta þér ekki, þá getum við komið með jólin til þín og getum útvegað allan borðbúnað og starfsfólk gegn greiðslu.


Jólin hjá Fröken Selfoss og Veisluþjónustu Suðurlands eru sannarlega einstök!


Take away hátíðarplattar tilbúnir beint á borðið heima eða á vinnustaðinn, vegleg jóla hlaðborð í sal hjá okkur eða annarstaðar og jólamatseðill Fröken Selfoss.


Leifðu okkur að koma með jólaskapið til þín!

  • Hvernig panta ég veislu?

    Skoðaðu úrvalið okkar og sentu okkur fyrirspurn í gegnum formið hér neðst á síðunni og við svörum þér eins fljótt og auðið er. Almennt þurfum við 48 tíma fyrirvara á veislum, ef tíminn er knappur, prófaðu að heyra í okkur í síma 451 3320.

  • Hvað er innifalið í verðinu?

    • Almennt er bara maturinn er innifalinn í verðinu.
    • Í veislum 30+ fylgir heimsending, uppsettning og endurheimtun búnaðar frítt með á Selfossi.
  • Fullþjónusta (Matur og barþjónusta)

    Í einka veislum í sölum, hvort sem þeir séu á okkar vegum eða annarstaðar, þar sem við sjáum um mat og barþjónustu er öll þjónusta innifalið í matseðla og drykkjarverðum verðinu. Verð á drykkjum byggir á drykkjarseðli Fröken Selfoss 


    Innifalið í verði er 

    • Uppvask
    • Heimsending
    • Þjónusta
    • Þrif og frágangur

    Algengt fyrirkomulag á drykkjum

    • Við getum komið með afgreiðslustöð og rukkað alla eftir pöntunum, en það er alltaf háð því að fyrirfram ákveðnum "Sölu botni" sé náð til að dekka þjónustuna.
    • Þið getið boðið uppá fordrykk, og við rukkum fyrir rest.
    • Þið getið boðið uppá vín eða x margar vínflöskur yfir borðhaldið og við rukkum fyrir allt annað.
    • Þið getið boðið uppá drykki fram að ákveðnum tíma, og við byrjum svo að rukka eftir það.
    • Þið getið boðið uppá drykki uppað fyrirfram ákveðnu "Sölu þaki" til dæmis 150.000kr, og eftir að þeirri sölu hefur verið náð í kerfinu okkar, þá byrjum við að rukka gestina eftir pöntunum.
    • Eða uppáhaldið okkar, þið getið bara boðið öllum uppá drykki fram á rauða nótt.

  • #1 Litlujól (Hátíðarplatti)

    Hægt að fá afhent í formi "Take away hátíðarplatta" í einnota pappa öskjum og álformum heitt og tilbúið á veisluborðið eða kalt og tilbúið til endurhitunar eftir þinni hentisemi, leiðbeiningar um endurhitun fylgir – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).


    Verð: 9.690kr á mann

    Lágmark: 

    8 manns - take away  

    30 manns - með umsjá 


    Kalt forréttahlaðborð

    • Beikonvafið hreindýra pate með týtuberjasultu
    • Krómhjartar carpacchio með túnsúru pestói, grettir ost og blönduðum hnetum
    • Heimareyktur og hægeldaður lax, tartar sósa, flatbrauð og hrogn
    • Kryddsíld
    • Karrý síld

    Steikar hlaðborð

    • Purusteik
    • Sykurbrúnaðar kartöflur
    • Kartöflu gratín
    • Ristað grænmeti
    • Portvínsbætt villisveppasósa

    Meðlæti

    • Heimalagað rauðkál
    • Gran mariner eplasalat
    • Grænar baunir
    • Laufabrauð
    • Smjör
    • Rúgbrauð

    Desert

    • Brúnköku randalína með hvítu kremi og hvít randalína með sultu, borið fram með heitri karamellu, skyr kremi og rifsberjum

    Hægt að panta þessa veislu í take away á vefverslun fyrir allt að 30 manns, ef það eru fleiri þá þarf að hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið.

    Panta á vefverslun
  • #2 Jólaveisla (Hátíðarplatti)

    Hægt að fá afhent í formi "Take away hátíðarplatta" í einnota pappa öskjum og álformum heitt og tilbúið á veisluborðið eða kalt og tilbúið til endurhitunar eftir þinni hentisemi, leiðbeiningar um endurhitun fylgir – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).


    Verð: 10.790kr á mann

    Lágmark: 

    8 manns - take away  

    30 manns - með umsjá 


    Kalt forréttahlaðborðl

    • Ávaxtasalat
    • Langreiðu randalína – Reykt langreiða, rjómaosta piparótarkrem
    • Beikonvafið hreindýra pate með fersku rifsberjahlaupi
    • Krómhjartar carpacchio með túnsúru pestói, grettir ost og blönduðum hnetum
    • Kaldar hangikjöt sneiðar með kartöflum í jafning
    • Heimareyktur og hægeldaður lax, tartar sósa, flatbrauð og hrognJóla krydd síld
    • Karrý síld
    • Krydd síld

    Steikar hlaðborð

    • Veldu tvennt: Grillað lambalæri - Fyllt kalkúna bringa - Purusteik
    • Sykurbrúnaðar kartöflur
    • Kartöflu gratín
    • Ristað grænmeti
    • Portvínsbætt villisveppasósa

    Meðlæti

    • Heimalagað rauðkál
    • Gran mariner eplasalat
    • Grænar baunir
    • Laufabrauð
    • Smjör
    • Rúgbrauð

    Desert

    • Brúnköku randalína með hvítu kremi og hvít randalína með sultu, borið fram með heitri karamellu, skyr kremi og rifsberjum
    • Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache

    Hægt að panta þessa veislu í take away á vefverslun fyrir allt að 30 manns, ef það eru fleiri þá þarf að hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið.

    Panta á vefverslun
  • #3 Jóla Bístró Pinni

    Pinnaveislur er hægt panta og sækja hjá okkur eða fá heimsendar gegn gjaldi á einnota pakkningum og virka mjög vel við öll tilefni og þarfnast ekki borðbúnarðar frekar en þú vilt. – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).


    Verð: 7.090kr á mann

    Lágmark 10 manns

    8 Týpur > 10 bitar á mann


    • Hreindýrapate og pikklaður rauðlaukur á stökku brauði
    • Lambaspjót í dijon gljáa og kryddjurta raspi með bernes
    • Purusteik í steambun, heimagert rauðkál og hoisin lime sósa
    • Hreindýraborgari, reykt osta krem og rifsberjasulta
    • Reyktar rauðbeður með geitaostkremi og poppuðu byggi
    • Krydd síld á rúgbrauði með eggjakremi, sýrðum lauk og dill
    • Heimareyktur og hægeldaður lax, tartar sósa, flatbrauð og hrogn
    • Brúnköku randalína með hvítu kremi og hvít randalína með sultu, borið fram með heitri karamellu, skyr kremi og súkkulaði ganache og rifsberjum

    Hægt að panta þessa veislu í take away á vefverslun fyrir allt að 30 manns, ef það eru fleiri þá þarf að hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið.


    Panta á vefverslun
  • #4 Jóla Lúxus Pinni

    Pinnaveislur er hægt panta og sækja hjá okkur eða fá heimsendar gegn gjaldi á einnota pakkningum og virka mjög vel við öll tilefni og þarfnast ekki borðbúnarðar frekar en þú vilt. – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).


    Verð: 7.090kr á mann

    Lágmark 10 manns

    10 Týpur > 12 bitar á mann


    • Hreindýrapate og pikklaður rauðlaukur á stökku brauði
    • Krómhjartar carpacchio með túnsúru pestói á stökku flatbrauði
    • Langreyðu randalína – Reykt langreiða, rjómaostur piparótarkrem með sýrðum eplum á laufabrauði.
    • Lambaspjót í dijon gljáa og kryddjurta raspi með bernes
    • Purusteik í steambun, heimagert rauðkál og hoisin lime sósa
    • Hreindýraborgari, reykt osta krem og rifsberjasulta
    • Reyktar rauðbeður með geitaostkremi og poppuðu byggi
    • Krydd síld á rúgbrauði með eggjakremi, sýrðum lauk og dill
    • Heimareyktur og hægeldaður lax, tartar sósa, flatbrauð og hrogn
    • Brúnköku randalína með hvítu kremi og hvít randalína með sultu, borið fram með heitri karamellu, skyr kremi og súkkulaði ganache og rifsberjum

    Hægt að panta þessa veislu í take away á vefverslun fyrir allt að 30 manns, ef það eru fleiri þá þarf að hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið.


    Panta á vefverslun
  • #5 Hangikjöts veisla

    Hangikjötsveisla að hætti ömmu. Þú getur náð í hana til okkar með heitum uppstúf og kartöflum á Fröken Selfoss eða fengið okkur til að koma með hana og stilla henni upp gegn vægu gjaldi á Selfossi. Sendingar kostnaður, uppstilling og endurheimtun búnaðar er innifalin fyrir veislur 30+


    Verð: 5.990kr á mann

    Lágmark 15 manns


    Kalt

    • Hangikjöt
    • Laufabrauð og smjör
    • Heimagert rauðkál
    • Grænar baunir

    Heitt

    • Kartöflur í uppstúf

    Eftirréttur 

    Bættu við einum eftirfarandi eftirréttum fyrir 800kr á mann

    • Ris ala mand með kirsuberja sósu
    • Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache
    • Pavlova

  • #6 Kalkúna veisla

    Kalkúna veisla á alltaf vel við hátíðar tilefni, hún verður í boði yfir alla hátíðina en við höfum auðvitað sérstaklega þakkargjörðina og áramótin í huga þegar við hönnun þessara veislu. Þú getur náð í veisluna til okkar tilbúna á borðið á Fröken Selfoss eða fengið okkur til að koma með hana og stilla henni upp gegn vægu gjaldi á Selfossi. Sendingar kostnaður, uppstilling og endurheimtun búnaðar er innifalin fyrir veislur 30+


    Verð: 6.290kr á mann

    Lágmark 15 manns


    Heitt

    • Hægelduð kalkúnabringa fyllt með eplum, piparost, beikoni og steiktum sveppum.
    • Ristað grænmeti
    • Koníaksbætt villisveppasósa

    Meðlæti

    • Sætkartöflu salat með döðlum og ristuðum pekan hnetum
    • Eplasalat
    • Trönuberjasulta

    Eftirréttur 

    Bættu við einum eftirfarandi eftirréttum fyrir 800kr á mann

    • Ris ala mand með kirsuberja sósu
    • Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache
    • Pavlova

  • #7 Lúxus jóla bröns

    Hátíðlegur jóla bröns með öllu tilheyrandi, framreiddur til þess að deila og því einnig heppilegt fyrir stærri hópa í hlaðborðsstíl. Lúxus Brönsinn er borinn fram allar helgar á Fröken Selfoss en einnig hægt að bera fram aðra daga fyrir hópa 10+ með því að senda okkur fyrirspurn. Hægt að bera fram í sal eða á Fröken Selfoss.


    Verð: 6.790kr á mann (Gerum tilboð í hópa 15+)

    Lágmark 2 manns


    • Hrærð egg, beikon, baunir, pylsur.
    • Avocado rist, confit tómatar og balsam gljái.
    • Bakaður Dala brie með chili hunangi.
    • Heimareyktur og hægeldaður lax, tartar sósa, flatbrauð og hrogn
    • Reyktar rauðbeður með geitaostkremi og poppuðu byggi
    • 2 tegundir af síld
    • Vöfflur með hlyn sýrópi.
    • Blandaðir ávextir.
    • Skyr með rjóma, aðalbláberjum og sykri.
    • Brúnköku randalína með hvítu kremi og hvít randalína með sultu, borið fram með heitri karamellu, skyr kremi og súkkulaði ganache og rifsberjum


    Fyrir hópa með fleiri en 8 fullorðnum:

    Börn 0-4 ára borða frítt

    Börn 5-11 ára 50% afslátt


    Cremant prosecco, mimosa og jólaglögg á tilboði



    Bóka borð í jóla brunch
  • #8 Jóla "set menu"

    Pantaðu borð á Fröken Selfoss þar sem við hugsum út í hvert smáatriði og bættu við sérvöldum vínum til að fullkomna kvöldið með einstakri upplifun í hlýlega umhvefinu okkar sem á einstaklega vel við jólin.


    Verð: 15.990kr 

    Lágmark 2 manns og eingöngu borið fram fyrir allt borðið á Fröken Selfoss


    Villibráða súpa

    – Með blóðbergs rjóma, trönuberja sultu og ristuðum brauðteningum

    –––––

    Forréttir til að deila

    – Reykt Langreiðu randalína

    – Hreindýrapate

    – Hvítlauks ristaður leturhumar

    – Reyktur lax á flatbrauði

    – Rauðbeður með geita osta kremi og möndlu vínagrettu

    –––––

    Aðalréttur

    – Lambamjöðm í jurtarasp og stökk purusteik portvínsbætt villisveppa sósa, kartöflu gratín og sýrður rauðlaukur

    –––––

    Randalína

    – Randalína á tvo vegu með heitri karamellu, skyr ganache og rifsberjum


    Einungis í boði fyrir allt borðið.

    Verð 15.990kr

    Sérvalin vín með hverjum rétti 9.990 á mann.


    Bóka borð í jólamatseðil
  • Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
  • Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
  • Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
  • Fyrirspurnir eru ekki bindandi.