FERÐAÞJÓNUSTA

Í ferðaþjónustunni eru engir tveir viðburðir eins og við vinnum með þér til að gera þína ferð algjörlega ógleymanlega.

Grunnurinn að okkar þjónustu byggir á sveigjanleika, við hörfum aldrei frá áskorunum og það hefur sýnt sig á þeim fjölmögu viðburðum sem við höfum tekið þátt í þvert og kruss yfir allt suðurland. Við vinnum með þér til að búa til ógleymanlega upplifun í heimahúsum, villum eða með risa grillið okkar inní helli.

  • Hvernig panta ég veislu?

    Skoðaðu úrvalið okkar og sentu okkur fyrirspurn í gegnum formið hér neðst á síðunni og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

  • Einkakokkur – Almennar upplýsingar

    Hér fyrir neðan tökum við fram þær stöðluðu lausnir sem hafa verið vinsælastar hjá okkur, en þetta er alls ekki tæmandi listi yfir þá þjónustu sem við getum boðið uppá. Ef þú hefur einhverja spurningu, ekki hika við að heyra í okkur og við fynnum farsæla lausn á þínu máli.


    Einkakokk er hægt að fá fyrir stakan viðburð í heima húsi eða til að fylgja ferðalaginu frá A-Ö

  • Fullþjónusta (Matur og barþjónusta)

    Í einka veislum í sölum, hvort sem þeir séu á okkar vegum eða annarstaðar, þar sem við sjáum um mat og barþjónustu er öll þjónusta innifalið í matseðla og drykkjarverðum verðinu. Verð á drykkjum byggir á drykkjarseðli Fröken Selfoss 


    Innifalið í verði er 

    • Uppvask
    • Heimsending
    • Þjónusta
    • Þrif og frágangur

    Algengt fyrirkomulag á drykkjum

    • Við getum komið með afgreiðslustöð og rukkað alla eftir pöntunum, en það er alltaf háð því að fyrirfram ákveðnum "Sölu botni" sé náð til að dekka þjónustuna.
    • Þið getið boðið uppá fordrykk, og við rukkum fyrir rest.
    • Þið getið boðið uppá vín eða x margar vínflöskur yfir borðhaldið og við rukkum fyrir allt annað.
    • Þið getið boðið uppá drykki fram að ákveðnum tíma, og við byrjum svo að rukka eftir það.
    • Þið getið boðið uppá drykki uppað fyrirfram ákveðnu "Sölu þaki" til dæmis 150.000kr, og eftir að þeirri sölu hefur verið náð í kerfinu okkar, þá byrjum við að rukka gestina eftir pöntunum.
    • Eða uppáhaldið okkar, þið getið bara boðið öllum uppá drykki fram á rauða nótt.

  • #1 Einfaldar grill veislur

    Þetta þarf ekkert alltaf að vera rosa flókið! Einfalt virkar yfirleitt best á grillið og við getum í raun sett hvað sem er á stóra grillið okkar og ferðast með það hvert sem er. Hér eru tillögur af því sem við höfum verið að gera hingað til og öllum fyrirspurnum tekið fagnandi.


    Einföld hamborgara veisla

    Borið fram á einnota pappa bökkum fyrir hvern gest.


    Verð: 2.990kr á mann

    Lágmark 50 manns

    • Ostborgarar og beikon borgarar - 140gr nauta borgarar með 20% fitu, mjúkt kartöflubrauð, salat, buff tómatur og sósa.
    • Beyond burger (ef þú vilt)
    • Grillað smælki
    • Aioli

    Grillspjót

    Borið fram á einnota pappa bökkum fyrir hvern gest með kartöflu salati. 


    Verð: 5 .990kr á mann

    Lágmark 50 manns


    Veldu 4 tegundir.

    • Trufflumarinerað nautaspjót og bernes (+400kr)
    • Estragon og hvítlauks marineruð lamba mjöðm á spjóti með kaldri piparsósu
    • Kryddjurta marinerað kjúklingaspjót 
    • Hvítlauks marinerað risarækju spjót 
    • Grænmetis spjót penslað með hvítlaukssmjöri (kúrbítur, paprika, sveppir og paprika. (-200kr)

    Pulsu partý

    Borið fram í pulsu bréfi


    Verð: 1 .490kr á mann

    Lágmark 50 manns

    • SS pylsur
    • kartöflubrauð
    • Allt helsta pulsu meðlæti
    • kartöflusalat

  • #2 Grill steikar hlaðborð

    Við getum ferðast með grillið okkar hvert sem er. Þessi veisla er einstaklega heppileg fyrir lúxus ferðaþjónustur sem vilja taka sína skoðunaferð uppá næsta plan eða fyrir úti brúðkaup.


    Verð: 8.990kr á mann

    Lágmark 50 manns (hægt að gera fyrir færri, en þarf að semja um verð)


    Forréttur - Ekki innifalið í verði

    Hægt að skeita pinnum eða smáréttum við þessa veislu, leifðu okkur að gera tilboð! 


    Aðalréttur - veldu tvennt

    • Kryddlegið lambalæri bernes
    • Hægelduð kálfa ribeye steik með bernes
    • Rósmarín marineruð kalkúna bringa með portvínsbættri villisveppa sósu
    • Kryddjurta marineruð kjúklingalæri með portvínsbættri villisveppa sósu

    Grilluð blómkáls, með túnsúru pestói fylgir  fyrir grænmetisætur sé þess óskað


    Meðlæti

    • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum.
    • Kartöflu salat með vorlauk, súrum gúrkum og beikoni
    • Perlubygg salat, jómfrúar repjuolía, grillaðari papriku, jurtum og fennel
    • Brokkolí og trönuberja salat
    • Laufsalat

    Eftirréttur

    Bragðmikil brownie, skyr ganache og jarðaber


  • #3 Lunch box – Take away

    Stundum þarf bara að geta gripið einhvað gómsætt og næringar ríkt með sér í ferðalagið.


    Öllum lunch boxum fylgja safi, orkustykki, vatnsflaska og ávöxtur


    Lunch box með samloku


    Verð: 2.990kr á mann

    Lágmark 10 manns


    Samlokur - veldu eina

    • Parmaskinku samloka - pestó, burrata og bufftómatur í ciabatta brauði
    • Klúbbloka - kjúklingur, beikon, cheddar ostur í súrdeigsbrauði
    • Roast beef samloka - remúlaði, steiktur laukur, súrargúrkur í mjúku focaccia brauði
    • Tómat bruscetta - Tómat concasse, buff tómatur, mozzarella, balsamgljái og klettakál á fimm korna brauði
    • Graflax samloka - Heima grafinn anis lax, graflax sósa, soðið egg og pikklað fennel á  Súrdeigs brauði

    Lunch box með köldum rétt


    Verð: 4.490kr á mann

    Lágmark 10 manns


    Kaldur réttur- veldu einn

    • Kjúklinga pasta, basil pestó, kirsuberja tómatar, Grettir ostur og brauðteningar
    • Grilluð kjúklingalæri, sætkartöflu salat með döðlum, heslihnetum og beikoni
    • Kjúklinga salat, confit eldaðir tómatar, pikklaður rauðlaukur, kapers, gúrka, fennel, Grettir ostur og jómfrúar repjuolía frá Móðir jörð 
    • Pokebowl -  Lax, avocado, julienne grænmeti, sesam, sushi hrísgrjón, engifer, wasabi, soya
    • Eggja núðlur, nautaþinnur, teriyaki, steiktur laukur og julienne grænmeti

  • #4 Þriggja rétta – Einkakokkur

    Veldu 1 forrétt, 1 aðalrétt og 1 desert fyrir allan hópinn. Við tökum að sjálfsögðu tillit til ofnæma og annara sérþarfa.


    Verð: 13.990kr á mann

    Lágmark 20 manns  - hægt að fá fyrir færri, leifðu okkur að gera tilboð!


    Lystauki

    Blandaðir smáréttir til að deila að hætti Fröken Selfoss


    Forréttur

    1. Ceviche – sítrus marineraður þorskur og kokteilrækjur, elpipars krem og stökkt flatbrauði.
    2. Grafin gæsabringa – aðalbláber, bláberja vínargretta, piparrótar krem, sýrður rauðlaukur, hnetur og jurtir
    3. Brokkolí tempura – Sesam vínagretta, wasabi sesam og jurtir
    4. Krómhjartar carpaccio - Klettakáls og túnsúru pesto, jómfrúar repjuolía, grettir ostur, hnetur og flögusalt. 
    5. Hvítlauks ristaðir humarhalar með ostinum Grettir og íslenskar jurtir (+1.000kr)

    Aðalréttur

    1. Pönnusteikt bleikja með ristuðu grænmeti, capers smjöri og anis pikklaðri fenniku
    2. Grilluð lambamjöðm (Sir loin), ofnbakað grænmeti og kartöflu gratín, pikklaður rauðlaukur og brún sósa. (+1.000kr)
    3. Brasseruð Kjúklingalæri frá Reykjagarði, borin fram með sítrónu timijan sósu, kartöflum, bökuðu grænmeti og hægelduðum tómötum. 
    4. Vegan wellington, villisveppa sósa, ristað grænmeti og anis pikkluð fennika.

    Eftirréttur

    1. Súkkulaði kaka, skyr krem, púðursykurs karamella og aðalbláber úr héraði. 
    2. Rabbabara & eplabaka borin fram með ís, trölla hafra krumble og berjum.
  • #5 Heils dags þjónusta – Einkakokkur

    Við getum séð um mat fyrir þinn hóp í þann tíma sem þú óskar, morgunmatur, hádegismatur, snarl milli máltíða og kvöldmatur alla daga ásamt take away nestis boxi á þeim dögum sem hópurinn vil sletta úr klaufunum.


    Verð: Tilboð í hvern viðburð þar sem breitur eru ótæmandi.

    Lágmark: Ekkert lágmark eða hámark


    Morgunmatur

    • "Continental breakfst" hlaðborð
    • Ommelettustöð 
    • Beikon, bakaðar baunir og kokteil pylsur
    • Safar og heitt á könnunni

    Hádegismatur

    Val um:

    • Heimilislegur réttur dagsinns
    • Take away lunch box með samloku dagsinns, safi, orkustykki, vatnsflösku og ávexti
    • Take away luncbox með köldum rétt dagsinns, safi, orkustykki, vatnsflösku og ávexti

    Kvöldverður

    Val um:

    • Heimilislegur kvöldverður þar sem allur matur er lagður á borð til að deila í heimilislegum hlaðborðsstíl
    • Tveggja rétta – Súpa í forrétt, heimilislegur kvöldverður í aðalrétt
    • Þriggja rétta – oft gert við tillidaga yfir dvölina eða á lokadegi – Borið fram í veitingahúsa stíl á diskum þar sem við tjöldum öllu til.
    • Smárétta veisla – Skoðaðu úrvalið á smárétta síðunni okkar

    Kaffitími og Kvöld hressing

    • Við pössum alltaf uppá að það sé til nóg til að nasla á milli máltíða
  • Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
  • Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
  • Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
  • Fyrirspurnir eru ekki bindandi.