Skip to Content

Fermingar og Útskriftir

Matseðla hugmyndir

Fermingar- og útskriftarveislur hjá Fröken Selfoss

Fermingar og útskriftir eru stórir dagar – fjölskylduhátíðir sem eiga skilið fallega umgjörð, góða þjónustu og lausnir sem gera daginn einfaldari, ekki flóknari.

Hjá Fröken Selfoss bjóðum við upp á sveigjanlegar veislulausnir sem henta sérstaklega vel fyrir fermingar og útskriftir. Við leggjum áherslu á léttar, bragðgóðar veitingar, hlýlegt andrúmsloft og skýra uppsetningu þar sem allt er skipulagt með þægindi gestgjafans í huga.

Við komum þangað sem þér hentar

Við veitum veisluþjónustu á fjölbreyttum stöðum:

  • Í óháðum veislusölum

  • Úti í náttúrunni

  • Í einkarýmum eða heimahúsum

Við vinnum náið með salaleigum og samstarfsaðilum til að tryggja góða framkvæmd.

Útskýring á umfangi veislu: 

  • "Einingar" segja til um lágmark heildar fjölda af smáréttum sem eru framleiddir fyrir hvern einstakling. 
  • "Tegund" segir til um hversu margir réttir eru í veislunni sem valið er. T.d. mini hamborgari er ein tegund og grillað ribeye spjót er önnur tegund.

Dæmi: "Bístró smáréttir" Samsetta veislan okkar eru. "8 tegundir > 10 einingar á mann" þá eru 8 mismunandi réttir en hver einstaklingur fær að lágmarki 10 einingar.

Fermingar og útskriftir eru oft haldnar yfir daginn – gjarnan á bilinu 14:00–17:00. Á þessum tíma getum við boðið upp á einstaklega hagkvæma og vel útfærða lausn þar sem:

  • aðgangur að Fröken Selfoss og umgjörð er innifalin í matseðlaverði

  • þjónusta og starfsfólk er þegar til staðar

  • veitingar og skipulag ganga snurðulaust fyrir sig

Þetta gerir Fröken Selfoss að frábærum valkosti fyrir veislur allt að 90 manns, þar sem bæði gæði og hagkvæmni fara saman.


Veislulausnir sem eru hagkvæmar, sveigjanlegar og án óþarfa umstangs.

Matseðlarnir eru hannaðir með það í huga að gera skipulagið einfalt og framkvæmdina létta – án þess að fórna gæðum eða upplifun. Hér er lögð áhersla á rétt samsettar veitingar sem henta breiðum hópi gesta, eru auðveldar í framreiðslu og halda kostnaði í hófi.

Tilvalið fyrir fermingar og útskriftir þar sem dagurinn á að snúast um samveru, ekki flókið skipulag.


Við bjóðum upp á fulla barþjónustu fyrir allar veislur, þar á meðal:

  • Reynslumikla barþjóna

  • Drykkja- og vínpakkalausnir

  • Sérhannaða einkenniskokteila fyrir ykkar dag

Þjónustuteymið okkar sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig — frá fyrstu móttöku til loka kvölds.

  1. Sendið okkur fyrirspurn með upplýsingum um dagsetningu, staðsetningu og fjölda gesta

  2. Við leggjum til matseðla og verðhugmyndir

  3. Smáatriði mótuð í sameiningu

  4. Við sjáum um framkvæmdina — þið njótið dagsins

  5. Skýr samskipti og gagnsæ verðlagning eru lykilatriði hjá okkur

Traustur samstarfsaðili fyrir fyrirtæki

Fröken Selfoss hefur á skömmum tíma orðið traustur valkostur fyrir fyrirtæki á Suðurlandi þegar kemur að veitingum og viðburðum. Við erum þekkt fyrir árstíðabundna íslenska matargerð, hlýlegt en fágað umhverfi og faglega þjónustu – og sömu gæði fylgja okkur út í veislur og fyrirtækjaviðburði.

Okkar nálgun er einföld:
Skýr samskipti
Vel útfærðir matseðlar
Áreiðanleg framkvæmd
Rólegt og reynslumikið teymi
Samvinna með öðrum fagmönnum

Frá fyrstu fyrirspurn til síðasta disks – allt er unnið af natni og fagmennsku.


Skoðaðu veislur og verð

Pinnaveislur eru einstaklega þægileg lausn fyrir fermingar og útskriftir.

Gestir geta gripið sér bita þegar þeim hentar, engin sætaskipan er nauðsynleg og flæðið verður afslappað og náttúrulegt. Þetta er létt, snyrtileg og hagkvæm leið til að halda veislu sem virkar jafnt í heimahúsum sem í leigðum sal – með lágmarks umstangi og hámarks sveigjanleika.

Sjá úrval


Súpuveislur eru einföld, hlýleg og einstaklega þægileg lausn fyrir fermingar og útskriftir.

Við bjóðum upp á allt frá súpu dagsins – hagkvæmasta kostinum – yfir í þyngri, hefðbundnar súpur og súpuveislur með salati og meðlæti. Þetta er auðvelt í framkvæmd, vinsælt hjá öllum aldurshópum og krefst lágmarks umstangs, bæði fyrir gestgjafa og gesti.

  • Lágmark 20 manns

Súpa dagsins: 2.790 kr
Borðin fram með súrdeigsbrauði.

Hefðbundnar súpur: 3.490 kr
Íslensk kjötsúpa með rúgbrauði og smjöri.
Sjávarréttasúpa borin fram með súrdeigsbrauði
Mexíkönsk kjúklingasúpa, nachos og með því

Hefðbundnar súpur ásamt salad bar: 4.290 kr
Þú velur súpuna og með henni stillum við upp veglegum salat bar

  • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum 
  • Perlubyggsalat
  • Brokkolí og trönuberja salat
  • Blaðsalat og dressingar
  • Brauð bar og með því

Hægt að bæta við dessert á 450kr á mann

Hægt að fá take away í einnota pappa öskjum og álformum heitt og tilbúið á veisluborðið eða kalt og tilbúið til endurhitunar eftir þinni hentisemi, leiðbeiningar um endurhitun fylgir – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).

  • Verð: 7.990kr á mann
  • Lágmark: 
  • 15 manns - take away
  • 30 manns - með umsjá

Heitt

  • Hægeldað og kryddlegið lambalæri
  • Hvítlauks og timijan ristaðar kartöflur
  • Bakað rótargrænmeti
  • Bernes
  • Portvínsbætt villisveppa sósa

Kalt meðlæti 

  • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum 
  • Perlubyggsalat
  • Brokkolí og trönuberja salat
  • Blaðsalat og dressingar

Bættu við smáréttum í forrétt til að taka þessa veislu uppá æðra stig.

Bættu við einum eftirfarandi eftirréttum fyrir 1.000kr á mann

  • Rabbabara og epla crumble kaka með rjóma
  • Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache

Hægt að sækja til okkar, fá heimsent eða í sal hjá okkur

  • Lágmark 20 manns

Eftirréttir sem við bjóðum uppá er:

  • Pavlova (Frönsk rjómaterta með berjum og súkkulaði) – 490 á mann

  • Heita rabbabara og epla baka með ís eða rjóma – 490 á mann 

  • Þétt og bragðmikla brownie – 690kr á mann

  • Súkkulaði eða marsípan fermingar terta með áletrun – 790kr á mann

  • Groovís pakkinn – Fáðu tilboð hjá okkur

    • Groovís vagninn getur komið til þín eða í einn af sölunum okkar

    • Ísborð með 3 tegundum af ís með nammibar

    • Kandífloss

    • Mini kleinuhringi að hætti Groovís 

Þetta þarf ekkert alltaf að vera rosa flókið! Einfalt virkar yfirleitt best á grillið og við getum í raun sett hvað sem er á stóra grillið okkar og ferðast með það hvert sem er. Hér eru tillögur af því sem við höfum verið að gera hingað til og öllum fyrirspurnum tekið fagnandi.

  • Lágmark 50 manns

Einföld hamborgara veisla
Borið fram á einnota pappa bökkum fyrir hvern gest.

Verð: 2.990kr á mann

  • Ostborgarar og beikon borgarar - 140gr nauta borgarar með 20% fitu, mjúkt kartöflubrauð, salat, buff tómatur og sósa.
  • Beyond burger (ef þú vilt)
  • Grillað smælki
  • Aioli

Grillspjót
Borið fram á einnota pappa bökkum fyrir hvern gest með kartöflu salati. 

  • Verð: 5 .990kr á mann

Veldu 4 tegundir.

  • Trufflumarinerað nautaspjót og bernes (+400kr)
  • Estragon og hvítlauks marineruð lamba mjöðm á spjóti með kaldri piparsósu
  • Kryddjurta marinerað kjúklingaspjót 
  • Hvítlauks marinerað risarækju spjót 
  • Grænmetis spjót penslað með hvítlaukssmjöri (kúrbítur, paprika, sveppir og paprika. (-200kr)

Pulsu partý
Borið fram í pulsu bréfi

Verð: 1 .490kr á mann

  • SS pylsur
  • kartöflubrauð
  • Allt helsta pulsu meðlæti
  • kartöflusalat

Það er létt, notalegt og hentar einstaklega vel fyrir fermingar og útskriftir þar sem markmiðið er góð samvera án flókins skipulags. Kaffihlaðborð er tímalaus lausn sem slær alltaf í gegn.

Button


Panta veislu

  • Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
  • Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
  • Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
  • Fyrirspurnir eru ekki bindandi.