Kaffihlaðborð
Kaffihlaðborðin okkar
Hefðbundin kaffihlaðborð sem við þekkjum öll svo vel. Við höldum þétt í Íslenskar hefðir og fáum innblástur frá norrænskum smörrebröð hefðum í kaffi snittunum okkar.
Útskýring á umfangi veislu:
- "Einingar" segja til um lágmark heildar fjölda af smáréttum sem eru framleiddir fyrir hvern einstakling.
- "Tegund" segir til um hversu margir réttir eru í veislunni sem valið er. T.d. mini hamborgari er ein tegund og grillað ribeye spjót er önnur tegund.
Dæmi: "Bístró smáréttir" Samsetta veislan okkar eru. "8 tegundir > 10 einingar á mann" þá eru 8 mismunandi réttir en hver einstaklingur fær að lágmarki 10 einingar.
- Almennt er bara maturinn er innifalinn í verðinu.
- Í kaffihlaðborðum 40+ fylgir heimsending, uppsettning og endurheimtun búnaðar frítt með á Selfossi.
Í einka veislum í sölum, hvort sem þeir séu á okkar vegum eða annarstaðar, þar sem við sjáum um mat og barþjónustu er öll þjónusta innifalið í matseðla og drykkjarverðum verðinu. Verð á drykkjum byggir á drykkjarseðli Fröken Selfoss
Innifalið í verði er
- Uppvask
- Heimsending
- Þjónusta
- Þrif og frágangur
Algengt fyrirkomulag á drykkjum
- Við getum komið með afgreiðslustöð og rukkað alla eftir pöntunum, en það er alltaf háð því að fyrirfram ákveðnum "Sölu botni" sé náð til að dekka þjónustuna.
- Þið getið boðið uppá fordrykk eða úthlutað forkeyptum drykkjar miðum, og við rukkum fyrir rest.
- Þið getið boðið uppá vín eða x margar vínflöskur yfir borðhaldið og við rukkum fyrir allt annað.
- Þið getið boðið uppá drykki fram að ákveðnum tíma, og við byrjum svo að rukka eftir það.
- Þið getið boðið uppá drykki uppað fyrirfram ákveðnu "Sölu þaki" til dæmis 150.000kr, og eftir að þeirri sölu hefur verið náð í kerfinu okkar, þá byrjum við að rukka gestina eftir pöntunum.
- Eða uppáhaldið okkar, þið getið bara boðið öllum uppá drykki fram á rauða nótt.
Skoðaðu veislur og verð
Þessi veisla er heppileg fyrir kaffiboð, erfidrykkjur, og virkar vel í standandi borðhaldi þar sem ekki þarf neinn sérstakan borðbúnað. Hægt að fá afhent í fallegum einnota pappa öskjum eða á veislubúnaði með þjónustu gegn greiðslu.
- 6 Tegundir
- 10 Einingar á mann
- Lágmark 25 manns
- Verð: 4.490 kr á mann
Veldu 4 tegundir af kaffisnittum
- Roastbeef snitta, remúlaði, súrar gúrkur, steiktur laukur á rúgbrauði
- Rækju snitta, egg, sítrónu mæjó á súrdeigsbrauði
- Skinku snitta, ananas, papriku relish á súrdeigsbrauði
- Graflax snitta, eggjahræra, aspas, dill
- Reyktur lax, tartare sósa og wakame á skonsu
- Krydd síld, egg, graslaukur á rúgbrauði
- Plokkfiskur, svartur pipar, graslaukur á rúgbrauði
- Tómat bruscetta, mozarella, balsam gljái og basil lauf á ristuðu súrdeigsbrauði
- Flatkaka með hangikjöti og baunasalat
Sætir bitar
- Kleinur
- Brownie bitar
Hefðbundið íslenskt kaffihlaðborð, það á vel við í erfidrykkjum og fermingum og allstaðar þar sem íslenskar hefðir eru í hávegum hafðar.
- Lágmark 25 manns
- Verð: 5.490 kr á mann
4 tegundir af kaffisnittum
- Roastbeef snitta, remúlaði, súrar gúrkur, steiktur laukur á rúgbrauði
- Rækju snitta, egg, sítrónu mæjó á súrdeigsbrauði
- Skinku snitta, ananas, papriku relish á súrdeigsbrauði
- Graflax snitta, eggjahræra, aspas, dill á súrdeigsbrauði
Aðrir réttir
- Brauðterta með skinku salati EÐA rækjusalati
- Heitur brauðréttur (hægt að gera grænmetis útgáfu)
- Flatkaka með hangikjöti og baunasalat
- Kleinur
Eftirréttur
- Rabbabara og epla krumble baka og rjómi
- Brownie bitar
Veldu þær snittur sem þú vilt og skeyttu því saman við önnur veislu föng
- Lágmark 15 af hverri sort
- Verð: 490 kr á snittu
Úrval
- Roastbeef snitta, remúlaði, súrar gúrkur, steiktur laukur á rúgbrauði
- Rækju snitta, egg, sítrónu mæjó á súrdeigsbrauði
- Skinku snitta, ananas, papriku relish á súrdeigsbrauði
- Graflax snitta, eggjahræra, aspas, dill
- Reyktur lax, eggjahræra, piparrótar mæjó á skonsu
- Krydd síld, egg, graslaukur á rúgbrauði
- Plokkfiskur, svartur pipar, graslaukur á rúgbrauði
- Tómat bruscetta, mozarella, balsam gljái og basil lauf á ristuðu súrdeigsbrauði
- Flatkaka með hangikjöti og baunasalat
Hægt að sækja til okkar, fá heimsent eða í sal hjá okkur
- Lágmark 20 manns
- Verð: 490 kr á snittu
Eftirréttir sem við bjóðum uppá er:
Pavlova (Frönsk rjómaterta með berjum og súkkulaði) – 490 á mann
Heita rabbabara og epla baka með ís eða rjóma – 490 á mann
Þétt og bragðmikla brownie – 690kr á mann
Súkkulaði eða marsípan fermingar terta með áletrun – 790kr á mann
Groovís pakkinn – Fáðu tilboð hjá okkur
Groovís vagninn getur komið til þín eða í einn af sölunum okkar
Ísborð með 3 tegundum af ís með nammibar
Kandífloss
Mini kleinuhringi að hætti Groovís
Fröken selfoss
Við getum leigt út Fröken Selfoss yfir daginn. Salaleiga er innifalin í matseðlaverði og er því oftar en ekki afar hagstætt. Salurinn rúmar allt að 85 manns.
Ingólfshvoll
Fáðu tilboð í salaleigu á Ingólfshvolli þar sem við sjáum um allar veitingar. Með því að bóka veitingar og sal gegnum okkur færðu veglegan afslátt af almennri salaleig.
Rúm allt að 180 manns í salnum, hægt leiga hálfan salinn og reið höllina líka ef mikið liggur við!
Panta veislu
- Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
- Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
- Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
- Fyrirspurnir eru ekki bindandi.