Matar áskrift
Matar áskrift fyrir fyrirtæki
Áreiðanleg, sveigjanleg og samkeppnishæf verðlagning
Daglegar máltíðir eiga ekki að vera flókið mál. Með máltíðaráskrift frá Fröken Selfoss fá fyrirtæki einfalda, faglega og stöðuga lausn — hvort sem maturinn er heimsendur eða sóttur á veitingastaðinn.
Við sjáum um skipulagið. Þið njótið góðs matar.
Máltíðaráskriftin hentar sérstaklega vel fyrir:
Fyrirtæki og skrifstofur
Félagasamtök með reglulega fundi
Verktaka- og iðnaðarteymi
Framleiðslu- og þjónustufyrirtæki
Teymi sem vilja bæta líðan starfsfólks með betri mat
Hvort sem um er að ræða 5 manns eða 50+, aðlögum við lausnina að ykkar þörfum.
Við bjóðum upp á nokkrar sveigjanlegar leiðir, m.a.:
Daglegar eða vikulegar máltíðir
Hádegismatur, kvöldmatur eða blanda (Líka um helgar)
Réttur dagsinns liggur fyrir í hverri viku
Allar lausnir eru sérsniðnar að rekstri ykkar.
Veljið það sem hentar ykkur best:
Heimsending á vinnustað
Afhending á Fröken Selfoss
Fastir dagar eða breytilegt skipulag
Hægt að fá afhent í take away boxum, einstaklings hita boxum eða í hitaböðum.
Við leggjum áherslu á áreiðanleika og stundvísi — alltaf.
Verð fer eftir umfangi, tíðni og fyrirkomulagi.
Engin föst „pakkaþvingun“
Afslættir fyrir reglulegar og lengri áskriftir
Gagnsæ verðsetning sem auðvelt er að útskýra í rekstri
Við leggjum fram skýrt tilboð áður en þjónusta hefst.
Viltu fá fljótlegt og skýrt verðtilboð?
Fyrirspurnir eru ekki bindandi
Við svörum yfirleitt innan 48 klst
Ef málið er brýnt, hringið í 451-3320
👉 Hafðu samband og fáðu tillögu sem passar þínu fyrirtæki.
Traustur samstarfsaðili á stóra deginum
Fröken Selfoss hefur á skömmum tíma orðið traustur valkostur fyrir alla almenna veisluþjónustu á Suðurlandi þegar kemur að veitingum og viðburðum. Við erum þekkt fyrir árstíðabundna íslenska matargerð, hlýlegt en fágað umhverfi og faglega þjónustu – og sömu gæði fylgja okkur út í veislur og fyrirtækjaviðburði.
Okkar nálgun er einföld:
Skýr samskipti
Vel útfærðir matseðlar
Áreiðanleg framkvæmd
Yfirvegað og reynslumikið teymi
Samvinna með öðrum fagmönnum
Frá fyrstu fyrirspurn til síðasta disks – allt er unnið af natni og fagmennsku.
Panta veislu
- Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
- Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
- Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
- Fyrirspurnir eru ekki bindandi.



