Ingólfshvoll – Fjölnota veislu- og viðburðasvæði
Ingólfshvoll er einstakur og afar fjölnota viðburðastaður, staðsettur rétt utan við Hveragerði, um 30 mínútna akstur frá Reykjavík. Aðstaðan sameinar gott aðgengi, sveigjanleika og mikla tæknimöguleika og hentar jafnt fyrir hefðbundnar veislur sem mjög stóra og metnaðarfulla viðburði.
Veislusalurinn er tvískiptur, fallega innréttaður og tekur allt að 200 manns í sitjandi borðhaldi. Annar hluti salarins hentar vel sem forsalur fyrir fordrykk, léttar veitingar eða móttöku, áður en gengið er til borðs í aðalveislusalnum. Einnig er hægt að nýta bæði rými samtímis eða leigja hluta salarins fyrir minni viðburði. Í salnum er setustofa og bar, sem skapa hlýlegt og móttækilegt andrúmsloft.
Það sem gerir Ingólfshvoll þó sannarlega einstakan er HorseDay-reiðhöllin, sem er um 1.600 fm fjölnota viðburðasalur með stúku fyrir allt að 500 manns í sætum. Reiðhöllin hefur verið nýtt fyrir allt frá árshátíðum stórfyrirtækja, sýningum og ráðstefnum yfir í tónleika, stórviðburði og framleiðsluverkefni. Þar hefur verið lagt gólf yfir reiðflöt, keyrt foodtruck inn í höllina, sett upp fjölda barstöðva og mótað rýmið algjörlega eftir tilefni.
Ingólfshvoll hentar því jafnt fyrir sitjandi veislur, kokteilboð, fyrirtækja- og starfsmannaferðir sem stórviðburði í reiðhöllinni, þar sem nánast engin takmörk eru á hugmyndum eða útfærslum.
Tækniaðstaða og sviðsmöguleikar
Reiðhöllin er tæknilega mjög vel búin og býður upp á innbyggt hljóðkerfi, öflugan ljósabúnað og stórar skjávarpa- og myndlausnir. Aðstaðan veitir mun meiri sviðs- og sýningarmöguleika en flest hefðbundin leikhús eða salarkynni og hentar jafnt fyrir sýningar, tónleika, ráðstefnur og stórviðburði.
Uppsetning rýmisins gerir kleift að aðlaga svið, ljós og áhorfendasvæði að hverju tilefni og opnar á viðburði fyrir hundruð eða jafnvel þúsundir gesta, allt eftir umfangi og skipulagi.
Til staðar er skotbómulyftari, sem einfaldar uppsetningu á ljósum, hljóði, skjáum og öðrum stórum mannvirkjum og auðveldar framkvæmd stærri verkefna verulega.
Allur viðbótarbúnaður og tækninotkun er háð uppsetningu hvers viðburðar og í mörgum tilvikum búnaðarleigu. Gólfeiningar til að leggja yfir völlinn eru til dæmis ekki til staðar in-house og notkun skjávarpa og annarra kerfa fer fram eftir nánara samráði og ástandi búnaðar hverju sinni.
Salaleiga
Salaleiga er í boði og fer eftir umfangi, uppsetningu og undirbúningi hvers viðburðar. Samkomulag er gert sérstaklega fyrir hvert verkefni.
Tækjabúnaður
Öflugt hljóðkerfi, ljósabúnaður, stórir skjávarpar og fjölbreytt tækniaðstaða. Viðbótarbúnaður og sérlausnir eru skipulagðar í samráði eftir tilefni.
Fjöldatakmörkun
Veislusalur: allt að 200 manns í sitjandi borðhaldi
Stúka í reiðhöll: allt að 500 manns í sætum
Stórviðburðir: allt að 1.000 manns hafa verið á svæðinu samtímis, með áhorf úr stúku og viðbótarsætum á velli
Við tónleika eða mjög stóra árshátíðir er jafnframt hægt að leggja gólf yfir reiðvöllinn og stilla upp fyrir þúsundir gesta í standandi eða blönduðu fyrirkomulagi, ásamt viðbótarklósettaaðstöðu og sérlausnum eftir þörfum.