Brúðkaup
Veisluþjónusta frá Fröken Selfoss
Brúðkaupsdagurinn á að vera persónulegur, afslappaður og fallega útfærður — og maturinn á að vera hluti af upplifuninni sem gestir muna eftir.
Hjá Fröken Selfoss bjóðum við upp á veisluþjónustu fyrir brúðkaup þar sem árstíðabundið íslenskt hráefni, vönduð framsetning og fagleg framkvæmd fara saman. Hvort sem um er að ræða litla og nána athöfn eða stóra veislu, hjálpum við ykkur að skapa upplifun sem er í takt við ykkar dag.
Við komum þangað sem þér hentar
Við veitum veisluþjónustu á fjölbreyttum stöðum:
Í veislusölum og brúðkaupsstöðum
Úti í náttúrunni
Í einkarýmum eða heimahúsum
Við vinnum náið með salaleigum og samstarfsaðilum til að tryggja góða framkvæmd.
Persónuleg nálgun í brúðkaupsveislum
Engin tvö brúðkaup eru eins — og það á einnig við um matinn.
Við vinnum náið með brúðhjónum að því að móta matseðil sem hentar staðsetningu, árstíð og flæði dagsins. Teymið okkar flytur sömu gæði, fagmennsku og gestrisni og finna má í veitingastaðnum okkar, inn í hverja brúðkaupsveislu sem við tökum að okkur.
Markmiðið er einfalt:
fallegur matur, hnökralaus þjónusta og hugarró á stóra deginum.
Útskýring á umfangi veislu:
- "Einingar" segja til um lágmark heildar fjölda af smáréttum sem eru framleiddir fyrir hvern einstakling.
- "Tegund" segir til um hversu margir réttir eru í veislunni sem valið er. T.d. mini hamborgari er ein tegund og grillað ribeye spjót er önnur tegund.
Dæmi: "Bístró smáréttir" Samsetta veislan okkar eru. "8 tegundir > 10 einingar á mann" þá eru 8 mismunandi réttir en hver einstaklingur fær að lágmarki 10 einingar.
Við bjóðum upp á mismunandi framsetningu á brúðkaupsveislum, allt eftir ykkar óskum og aðstæðum:
Sitjandi brúðkaupskvöldverður
Klassísk og glæsileg útfærsla með tveggja til fjögurra rétta matseðli, tilvalið fyrir formlegar veislur.
Matur til að deila
Stórir réttir bornir fram á borð fyrir hlýlegt og félagslegt andrúmsloft — vinsælt í nútímabrúðkaupum.
Hlaðborð
Sveigjanleg og afslöppuð lausn, sérstaklega hentug fyrir stærri veislur eða óformlegra umhverfi.
Smáréttir & móttaka
Canapé-réttir og léttir bitar fyrir móttökur eða eftir athöfn.
Við aðstoðum ykkur við að velja þá útfærslu sem hentar ykkar degi best.
Brúðkaupsmatseðlar okkar byggja á fersku, árstíðabundnu hráefni með áherslu á íslenskan uppruna.
Við bjóðum meðal annars upp á:
Vel samsetta tilbúna matseðla
Sveigjanleika vegna ofnæmis og sérfæðis
Fallega framsetningu og jafnvægi í bragði
Hægt er að bæta við aukarétti, vínpörun eða sérstökum atriðum eftir óskum.
Við bjóðum upp á fulla barþjónustu í brúðkaupum, þar á meðal:
Reynslumikla barþjóna
Drykkja- og vínpakkalausnir
Sérhannaða einkenniskokteila fyrir ykkar dag
Þjónustuteymið okkar sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig — frá fyrstu móttöku til loka kvölds.
- Við getum komið með afgreiðslustöð og rukkað alla eftir pöntunum, en það er alltaf háð því að fyrirfram ákveðnum "Sölu botni" sé náð til að dekka þjónustuna.
- Þið getið boðið uppá fordrykk eða úthlutað forkeyptum drykkjar miðum, og við rukkum fyrir rest.
- Þið getið boðið uppá vín eða x margar vínflöskur yfir borðhaldið og við rukkum fyrir allt annað.
- Þið getið boðið uppá drykki fram að ákveðnum tíma, og við byrjum svo að rukka eftir það.
- Þið getið boðið uppá drykki uppað fyrirfram ákveðnu "Sölu þaki" til dæmis 150.000kr, og eftir að þeirri sölu hefur verið náð í kerfinu okkar, þá byrjum við að rukka gestina eftir pöntunum.
- Eða uppáhaldið okkar, þið getið bara boðið öllum uppá drykki fram á rauða nótt.
Sendið okkur fyrirspurn með upplýsingum um dagsetningu, staðsetningu og fjölda gesta
Við leggjum til matseðla og verðhugmyndir
Smáatriði mótuð í sameiningu
Við sjáum um framkvæmdina — þið njótið dagsins
- Skýr samskipti og gagnsæ verðlagning eru lykilatriði hjá okkur.
Traustur samstarfsaðili á stóra deginum
Fröken Selfoss hefur á skömmum tíma orðið traustur valkostur fyrir alla almenna veisluþjónustu á Suðurlandi þegar kemur að veitingum og viðburðum. Við erum þekkt fyrir árstíðabundna íslenska matargerð, hlýlegt en fágað umhverfi og faglega þjónustu – og sömu gæði fylgja okkur út í veislur og fyrirtækjaviðburði.
Okkar nálgun er einföld:
Skýr samskipti
Vel útfærðir matseðlar
Áreiðanleg framkvæmd
Yfirvegað og reynslumikið teymi
Samvinna með öðrum fagmönnum
Frá fyrstu fyrirspurn til síðasta disks – allt er unnið af natni og fagmennsku.
Skoðaðu veislur og verð
Hægt að fá take away í einnota pappa öskjum og álformum heitt og tilbúið á veisluborðið eða kalt og tilbúið til endurhitunar eftir þinni hentisemi, leiðbeiningar um endurhitun fylgir – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).
- Verð: 7.990kr á mann
- Lágmark:
- 15 manns - take away
- 30 manns - með umsjá
Heitt
- Hægeldað og kryddlegið lambalæri
- Hvítlauks og timijan ristaðar kartöflur
- Bakað rótargrænmeti
- Bernes
- Portvínsbætt villisveppa sósa
Kalt meðlæti
- Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
- Perlubyggsalat
- Brokkolí og trönuberja salat
- Blaðsalat og dressingar
Bættu við smáréttum í forrétt til að taka þessa veislu uppá æðra stig.
Bættu við einum eftirfarandi eftirréttum fyrir 1.000kr á mann
- Rabbabara og epla crumble kaka með rjóma
- Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache
Hægt að fá take away í einnota pappa öskjum og álformum heitt og tilbúið á veisluborðið eða kalt og tilbúið til endurhitunar eftir þinni hentisemi, leiðbeiningar um endurhitun fylgir – Við komum, stillum upp og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað fyrir veislur 30+ (fullorðnir).
- Verð: 8.990kr á mann
- Lágmark:
- 15 manns - take away
- 30 manns - með umsjá
Forréttahlaðborð
- Krómhjartar carpacchio með túnsúru pestói, grettir ost og blönduðum hnetum
- Heitreykt andarbringa, pikklaður rauðlaukur, sesam vínagretta og stökkir jarðskokkar
- Graflax með anisbættri gravlax sósu
- Ceviche - sítrus marinerað sjávarfang borið fram með elpipars kremi
- Caprese - Ferskir og sólþurrkaðir tómatar, mozarella, balsam gljái, basil og appelsínur
Aðalréttur
- Hægeldað og kryddlegið lambalæri
- Fyllt kalkúna bringa
- Hvítlauks og timijan ristaðar kartöflur
- Bakað rótargrænmeti
- Bernes
- Portvínsbætt villisveppa sósa
Kalt meðlæti
- Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
- Perlubyggsalat
- Brokkolí og trönuberja salat
- Blaðsalat og dressingar
Eftirréttur
Bættu við einum eftirfarandi eftirréttum fyrir 1.000kr á mann
- Rabbabara og epla crumble kaka með rjóma
- Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache
Þessi veisla er toppurinn af tilveruni. Hún er hönnuð fyrir brúðkaup, árshátíðir og aðra stóra og mikilvæga viðburði sem gleymast seint.
Við komum, stillum upp, skreytum, skerum og gerum allt klárt á alvöru veislubúnað. Eftir veisluna þrífum við og göngum frá öllu sem við kemur eldhúsinu.
- Verð: 10.990kr á mann
- Lágmark: 50 manns
Forréttahlaðborð
- Koníaksbætt og rjómalöguð villisveppasúpa, brauð og meðlæti
- Krómhjartar carpacchio með túnsúru pestói, grettir ost og blönduðum hnetum
- Heitreykt andarbringa, pikklaður rauðlaukur, sesam vínagretta og stökkir jarðskokkar
- Graflax með anisbættri gravlax sósu
- Ceviche - sítrus marinerað sjávarfang borið fram með elpipars kremi
- Caprese - Ferskir og sólþurrkaðir tómatar, mozarella, balsam gljái, basil og appelsínur
- Osta og kjöt platti - Úrval af sælkera ostum, hráskinku, kryddpylsum, sultum og vínber
Aðalréttur
- Hægeldað og kryddlegið lambalæri
- Fyllt kalkúna bringa
- Hvítlauks og timijan ristaðar kartöflur
- Bakað rótargrænmeti
- Kartöflu gratín
- Bernes
- Portvínsbætt villisveppa sósa
Grilluð blómkáls, með túnsúru pestói fylgir fyrir grænmetisætur sé þess óskað
Kalt meðlæti
- Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
- Perlubyggsalat
- Brokkolí og trönuberja salat
- Rauðbeður, gráðostur og epli
- Kryddað mangó og melónu salat
- Blaðsalat og dressingar
Eftirréttur
- Rabbabara og epla crumble kaka með rjóma
- Brownie með hvítsúkkulaði skyrganache
- Pavlova með vanillurjóma, berjum, ávöxtum og dökku súkkulaði
Veldu 1 forrétt, 1 aðalrétt og 1 desert fyrir allan hópinn. Við tökum að sjálfsögðu tillit til ofnæma og annara sérþarfa.
- Verð: 9.990kr á mann
- Lágmark: 30 manns
Forréttur
- Ceviche – sítrus marineraður þorskur og kokteilrækjur, elpipars krem og stökkt flatbrauði.
- Grafin gæsabringa – aðalbláber, bláberja vínargretta, piparrótar krem, sýrður rauðlaukur, hnetur og jurtir
- Brokkolí tempura – Sesam vínagretta, wasabi sesam og jurtir
- Krómhjartar carpaccio
- Hvítlauks ristaðir humarhalar með ostinum Grettir og íslenskar jurtir (+1.000kr)
Aðalréttur
- Pönnusteikt bleikja með ristuðu grænmeti, capers smjöri og anis pikklaðri fenniku
- Grilluð lambamjöðm (Sir loin), ofnbakað grænmeti og kartöflu gratín, pikklaður rauðlaukur og brún sósa. (+1.000kr)
- Brasseruð Kjúklingalæri frá Reykjagarði, borin fram með sítrónu timijan sósu, kartöflum, bökuðu grænmeti og hægelduðum tómötum.
- Vegan wellington, villisveppa sósa, ristað grænmeti og anis pikkluð fennika.
Eftirréttur
- Súkkulaði kaka, skyr krem, púðursykurs karamella og aðalbláber úr héraði.
- Rabbabara & eplabaka borin fram með ís, trölla hafra krumble og berjum
Við getum ferðast með grillið okkar hvert sem er. Þessi veisla er einstaklega heppileg fyrir lúxus ferðaþjónustur sem vilja taka sína skoðunaferð uppá næsta plan eða fyrir úti brúðkaup.
- Verð: 8.990kr á mann
- Lágmark 50 manns (hægt að gera fyrir færri, en þarf að semja um verð)
Forréttur - Ekki innifalið í verði
Hægt að skeita pinnum eða smáréttum við þessa veislu, leifðu okkur að gera tilboð!
Aðalréttur - veldu tvennt
- Kryddlegið lambalæri bernes
- Hægelduð kálfa ribeye steik með bernes
- Rósmarín marineruð kalkúna bringa með portvínsbættri villisveppa sósu
- Kryddjurta marineruð kjúklingalæri með portvínsbættri villisveppa sósu
Grilluð blómkáls, með túnsúru pestói fylgir fyrir grænmetisætur sé þess óskað
Meðlæti
- Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum.
- Kartöflu salat með vorlauk, súrum gúrkum og beikoni
- Perlubygg salat, jómfrúar repjuolía, grillaðari papriku, jurtum og fennel
- Brokkolí og trönuberja salat
- Laufsalat
Eftirréttur
Bragðmikil brownie, skyr ganache og jarðaber
Við getum ferðast með grillið okkar hvert sem er. Þessi veisla er einstaklega heppileg fyrir lúxus ferðaþjónustur sem vilja taka sína skoðunaferð uppá næsta plan eða fyrir úti brúðkaup.
- Verð: 8.990kr á mann
- Lágmark 50 manns (hægt að gera fyrir færri, en þarf að semja um verð)
Forréttur - Ekki innifalið í verði
Hægt að skeita pinnum eða smáréttum við þessa veislu, leifðu okkur að gera tilboð!
Aðalréttur - veldu tvennt
- Kryddlegið lambalæri bernes
- Hægelduð kálfa ribeye steik með bernes
- Rósmarín marineruð kalkúna bringa með portvínsbættri villisveppa sósu
- Kryddjurta marineruð kjúklingalæri með portvínsbættri villisveppa sósu
Grilluð blómkáls, með túnsúru pestói fylgir fyrir grænmetisætur sé þess óskað
Meðlæti
- Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum.
- Kartöflu salat með vorlauk, súrum gúrkum og beikoni
- Perlubygg salat, jómfrúar repjuolía, grillaðari papriku, jurtum og fennel
- Brokkolí og trönuberja salat
- Laufsalat
Eftirréttur
Bragðmikil brownie, skyr ganache og jarðaber
Contact us for a private chef experience.
We offer clear, transparent pricing and tailored menus — designed for executive teams, retreats, and private corporate gatherings.
Panta veislu
- Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
- Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
- Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
- Fyrirspurnir eru ekki bindandi.



